Saturday, August 18, 2007

Pasta með túnfiski, kapers og olivum

Hér er athyglisverð pastauppskrift sem líta má á sem tilbrigði við "Pasta með tómatbragði". Grunnurinn er sá sami með smá áherslumun. Hér er venjulegum lauk sleppt (en hvítlaukurinn heldur sér) og ólifur ásamt kapers mynda kjarnabragðið kringum túnfisk (sem ég nota oft í hinum réttinum). Þetta fann ég í Morgunblaðinu 26. júlí 2007 (bls. 36).

1. Eitt hvítlauksrif er steikt á pönnu upp úr ólífuolíu (2 msk.) þar til gylltri áferð er náð.
2. Tómatar (400 g. úr dós) eru settir út í og hrært. Salti og pipar bætt við.
3. Svartar ólifur (1 msk.), túnfiskur (1 dós, í olíu) og kapers (1 msk.) eru sett ofan í.
4. Hrærið ekki í sósunni, en setjið lok yfir pönnuna og látið krauma í 15 - 20 mínútur.
5. Pastað soðið (eftir leiðbeiningum). Í greininni er minnst á Rigatoni, en auðvitað má nota annað pasta.

Kokkurinn (sem kynnti uppskriftina) lagði áherslu á að setja 2-3 ausur af sósunni saman við pastað, hræra því saman. Sósan er svo borin fram í sér fati og sett yfir pastað á hverjum diski fyrir sig - ásamt parmesanosti.

No comments: