Nú til dags er hægt að kaupa tilbúið pönnukökudeig (bara eftir að bæta við eggjum og vökva) og þeyta yfir með tilbúnum jurtarjóma, svokölluðum. Það er í mínum munni eins og útþynntur fjörusandur með sápufroðu. Okei, ég ýki aðeins, en samt er það í áttina. Notalegheit nútímalifnaðarhátta firra okkur ánægjunni af því að gera hlutina sjálf, lifa lífinu og komast í snertingu við alvöru hluti. Pönnukökudeig af gamla skólanum er hluti af því þessu góða lífi sem við megum ekki fara á mis við.
Eflaust eru til margar útgáfur af pönnukökudeigi en við Vigdís höfum alltaf stuðst við sömu uppskriftina úr Gestgjafanum (5. tbl. 2006). Til að þurfa ekki alltaf að leita að blaðinu (í annars vel skipulögðu safni Gestgjafablaða) er ágætt að geyma hana hér - fyrir okkur (og alla hina).
3 egg
1/2 L mjólk
1 tsk vanilludropar (eða sítrónudropar)
125 g hveiti (eða eftir þörfum)
2 msk sykur
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
50 g smjör
1. Þeytið saman egg, mjólk og vanilludropa
2. Blandið saman þurrefnunum (hveiti, sykri, lyftidufti og salti).
3. Hrærið þurrefnunum saman við mjólkurblönduna (þar til blandan er slétt og kekkjalaus). Bætið við ögn af hveiti ef blandan virðis of þunn eða örlitlu af mjólk ef hún virðist of þykk.
Síðan er bara að hella 2-3 matskeiðum af soppunni á pönnukökupönnu. Lýsingin í Gestgjafanum á þessari vinnu er býsna nákvæm (og vísa ég hér með þangað) en það sem virðist mikilvægast er að hafa pönnuna ekki of heita.
Síðan er stungið upp á nokkrum mismunandi fyllingum.
1. Rabarbarasulta og rjómi. Klassískt.
2. Þeyttur rjómi bragðbættur með Grand Marnier og ferskir niðurskornir ávextir (t.d. ferskjur úr dós).
3. Mjúkur Mascarpone-ostur, blandaður vanilluskyri og hlynssýrópi. Bláberjum bætt út í ásamt muldun hnetum (valhnetum eða pekanhnetum).
4. Mjúkur vanilluís með volgri karamellusósu, eða súkkulaðisósu (eða hvoru tveggja).
5. Súkkulaðibúðingur með söxuðum jarðarberjum og rifnu súkkulaði.
6. Sýrður rjómi (36%), bragðbættu svolitlu sérríi, og hindber (fersk eða frosin).
Í þessu tölublaði Gestgjafans er einnig fjallað um sögu pönnukökubaksturs, sem er afar áhugaverður.
Saturday, July 21, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Casino of the Sky Casino - Mapyro
Casino of 경주 출장안마 the Sky Casino. 777 속초 출장샵 Sky 오산 출장안마 Blvd, Everett, OR: · (800) 761-3920 · Full menu, 광주 출장마사지 map, 포항 출장샵 reviews, contact details, location map, photos, contact details.
Post a Comment